Innlent

Kallar eftir breyttri forgangsröðun

Höskuldur Kári Schram skrifar
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir breyttri forgangsröðun í ríkisfjármálum í umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun. Hann spurði hvort það væri eðlilegt að verja tólf milljörðum króna í landbúnaðarkerfið á sama tíma og dregið sé úr fjárframlögum til annarra atvinnugreina.

„Við erum að draga til baka samkvæmt þessu fjárlagafrumvarpi [...]mjög mikinn stuðning við greinar í atvinnulífinu sem geta vaxið mjög og eru ekki bundnar náttúrulegum framleiðslutakmörkunum eins og t.d. landbúnaður. Væri skynsamlegra að nota eitthvað af þessum tólf milljörðum til þess að styðja þessar greinar sem gagnast líka byggðinni út um allt land? Við verðum að skoða hlutina frá grunni,“ sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×