Ný stórbrú í stað þeirrar sem Katla skolaði burt Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2013 18:57 Hafin er smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl á Mýrdalssandi, í stað þeirrar sem Kötluhlaup sópaði burt af hringveginum fyrir tveimur árum. Áætlað er að verkið kosti alls um níuhundruð milljónir króna. Það var snemma júlímánaðar árið 2011, á háannatíma sumarsins, sem óvænt hlaup úr Kötlu sópaði brúnni burt og rauf hringveginn skammt austan Víkur í Mýrdal. Trukkar og rútur stóðu í því dagana á eftir að ferja fólk og bíla yfir, meðan menn réðu ráðum sínum, en svo var drifið í því að smíða einbreiða bráðabirgðabrú og tók smíði hennar aðeins eina viku. En nú er komið að því að reisa varanlegra mannvirki, smiðir eru byrjaðir á slá upp fyrir nýjum brúarstöplum og steypubílarnir farnir á aka á vinnusvæðið með steypuna. Vegagerðin samdi við Þjótanda um að leggja sex kílómetra langa varnargarða að brúnni fyrir 220 milljónir króna og við Eykt um að smíða brúna fyrir 470 milljónir króna. Átta brúarsmiðir eru mættir til starfa en Guðbjartur Hafsteinsson, verkstjóri hjá Eykt, segir í fréttum Stöðvar 2 að þeim fjölgi þegar smíði brúargólfsins hefst og verða þeir þá um tuttugu talsins. Nýja brúin rís um 300 metrum austar en sú gamla og myndband vegagerðarinnar sýnir hvernig hún kemur til með að líta út en hún verður um 160 metra löng. Verklok eru áætluð í lok ágústmánaðar á næsta ári en menn vonast þó til að geta opnað brúna fyrr og helst fyrir næsta sumar, að sögn Guðbjarts. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Hafin er smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl á Mýrdalssandi, í stað þeirrar sem Kötluhlaup sópaði burt af hringveginum fyrir tveimur árum. Áætlað er að verkið kosti alls um níuhundruð milljónir króna. Það var snemma júlímánaðar árið 2011, á háannatíma sumarsins, sem óvænt hlaup úr Kötlu sópaði brúnni burt og rauf hringveginn skammt austan Víkur í Mýrdal. Trukkar og rútur stóðu í því dagana á eftir að ferja fólk og bíla yfir, meðan menn réðu ráðum sínum, en svo var drifið í því að smíða einbreiða bráðabirgðabrú og tók smíði hennar aðeins eina viku. En nú er komið að því að reisa varanlegra mannvirki, smiðir eru byrjaðir á slá upp fyrir nýjum brúarstöplum og steypubílarnir farnir á aka á vinnusvæðið með steypuna. Vegagerðin samdi við Þjótanda um að leggja sex kílómetra langa varnargarða að brúnni fyrir 220 milljónir króna og við Eykt um að smíða brúna fyrir 470 milljónir króna. Átta brúarsmiðir eru mættir til starfa en Guðbjartur Hafsteinsson, verkstjóri hjá Eykt, segir í fréttum Stöðvar 2 að þeim fjölgi þegar smíði brúargólfsins hefst og verða þeir þá um tuttugu talsins. Nýja brúin rís um 300 metrum austar en sú gamla og myndband vegagerðarinnar sýnir hvernig hún kemur til með að líta út en hún verður um 160 metra löng. Verklok eru áætluð í lok ágústmánaðar á næsta ári en menn vonast þó til að geta opnað brúna fyrr og helst fyrir næsta sumar, að sögn Guðbjarts.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira