Innlent

Á annað hundrað leita að Nathan

Nathan Foley-Mendelssohn hefur verið saknað síðan 10. september.
Nathan Foley-Mendelssohn hefur verið saknað síðan 10. september.
Á annað hundrað björgunarsveitarmenn munu í dag leita að bandarískum ferðamanni, Nathan Foley-Mendelssohn, sem hefur verið saknað síðan 10. september.

Stefnt er að því að leita á svæðinu umhverfis Landmannalaugar því engar vísbendingar hafa fundist um veru hans eða ferðir annars staðar. Búið er að leita að stórum hluta gönguleiðarinnar á milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Jón Hermannsson, svæðisstjóri hjá Landsbjörg, segir að veður sé fínt á svæðinu og leitað verði fram á kvöld.

Lögreglan telur að Nathan sé látinn, enda litlar líkur á að hann sé á lífi eftir allan þennan tíma úti í náttúrunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×