Innlent

Leitin bar engan árangur

Ekki hefur spurst til Nathan Foley-Mendelssohn síðan 10. september.
Ekki hefur spurst til Nathan Foley-Mendelssohn síðan 10. september. Mynd/Vilhelm/Samsett
Leitin að Nathan-Foley Mendelson, bandaríska ferðamanninum sem ekki hefur spurst til síðan 10. september hefur engan árangur borið.

Yfir 100 björgunarsveitarmenn leituðu við Landmannalaugar í gær. Jón Hermannsson, í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi, segir að leitað hafi verið í gær til klukkan sex og að ekki standi til að halda leitinni áfram.

„Það komu engar vísbendingar fram. Við munum ekki hefja leit aftur fyrr en nýjar upplýsingar koma fram,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×