Innlent

Stöð 2 fagnar 27 ára afmæli með því að opna dagskrána

Tinni Sveinsson skrifar
Sjónvarpsstöðin Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986, fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi.

Stöðin fagnar því 27 ára afmæli í dag og verður í tilefni af því opin dagskrá í þrjá daga í Skemmtipakkanum svokallaða.

Í Skemmtipakkanum eru sex íslenskar sjónvarpsstöðvar: Stöð 2, Stöð 3, Bíóstöðin, Krakkastöðin, Gullstöðin og PoppTíví.

Landsbankinn og Valitor bjóða upp á þessa opnu dagskrá en stöðvarnar verða opnar í dag, á fimmtudag og á föstudag. Hægt er að skoða dagskrána nánar á dagskrárvef Stöðvar 2.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Stöð 2 fór fyrst í loftið. Í spilurunum hér í fréttinni má sjá nokkur skemmtileg myndbönd frá fyrstu dögum stöðvarinnar sem finna má á sjónvarpssíðu Vísis. Þau varpa ljósi á stemmninguna sem ríkti í þá daga.

Í spilaranum fyrir ofan flytur Jón Óttar Ragnarsson, þáverandi sjónvarpsstjóri, fyrsta ávarp sitt til áhorfenda. Hér fyrir neðan má síðan sjá fyrstu frétt í sögu stöðvarinnar, um leiðtogafundinn í Höfða, og frétt um fyrstu útsendingardagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×