Innlent

Samtal um alkóhólisma og vímuefnalöggjöfina í beinni á Vísi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frummælendur á fundinum verða þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi og Brynjar Níelsson alþingismaður.
Frummælendur á fundinum verða þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi og Brynjar Níelsson alþingismaður.
Í kvöld verður haldinn fundur í Von, húsi SÁÁ, sem ber yfirskriftina Samtal um alkóhólisma og vímuefnalöggjöfina.

Frummælendur á fundinum verða þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Brynjar Níelsson alþingismaður og Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi.

Eftir þeirra erindi verður fundargestum leyft að tjá sig og stefnir því í fjörugar umræður um þetta eldfima efni.

Fundurinn hefst klukkan 20, er opinn öllum og aðgangseyrir er enginn. Þá verður sýnt frá fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×