Innlent

18 starfsmenn sérstaks saksóknara missa vinnuna

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, fækkar starfsmönnum.
Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, fækkar starfsmönnum.
Sérstakur saksóknari sagði í dag upp fjölda starfsmanna. Nokkrir tímabundnir samningar verða ekki endurnýjaðir, ásamt því sem lögregumenn voru færðir til í starfi.

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, hélt fund með starfsfólki sínu í dag, þar sem 4 starfsmönnum var sagt upp og tilkynnt 6 að tímabundnir samningar yrðu ekki endurnýjaðir. Um er að ræða sérfræðinga og skrifstofufólk. Þá verður 3 lögreglumönnum, sem fengnir voru að láni frá lögregluembættum á höfuðborgarsvæðinu, skilað aftur til baka og 4 lögreglumenn fluttir til annarra starfa. Einum stafsmanni var tilkynnt að hann gæti vænst uppsagnar síðar á árinu. Alls mun þá starfsmönnum embættisins fækka um 18 eftir aðgerðir dagsins.

Embætti sérstaks saksóknara hefur dregist hratt saman á þessu ári en fyrr á árinu hafa 10 stöður innan embættisins losnað sem ekki hefur verið ráðið í. Þannig er ljóst að síðan í fyrra hefur starfsmönnum sérstaks saksóknara fækkað um hátt í 30 manns.

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að það hafi legið fyrir síðan fjárlagafrumvarpið kom fram að embættið þyrfti að draga hratt saman seglin. Draga mun úr starfsemi sérstaks saksóknara sem svarar þessum fækkunum stöðugilda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×