Innlent

Íslensk ungmenni vinna mest á Norðurlöndunum

Mörg ungmenni eru í láglaunastörfum.
Mörg ungmenni eru í láglaunastörfum. Mynd/GVA
52% íslenskra ungmenna á aldrinum 15-19 ára vinna fyrir sér að því er fram kemur í skýrslu í nýjasta tölublaði Arbetsliv í Norden. Í Danmörku er hlutfallið 44%, 35% í Noregi og 24% í Finnlandi. Aðeins 16% sænskra ungmenna vinna.

Skýrslan var tekin var saman að frumkvæði Norrænu ráðherranefndarinnar um vinnuaðstæður ungs fólks. Í henni kemur fram að mörg ungmenni á Norðurlöndunum eru í láglaunastörfum sem krefjast engrar skilgreindrar kunnáttu eða þekkingar. Þá er vinnutíminn gjarnan óreglulegur. Oft er um að ræða ungt fólk sem vinnur með námi en einnig ungmenni sem hafa hætt skólagöngu snemma. Í skýrslunni kemur einnig fram að ungt fólk er líklegra til að lenda í vinnuslysum en fullorðnir.

Sífellt fjölgar í hópi ungs fólks á aldrinum 15 til 19 ára sem vinnur hlutastöf og á það einkum við um stúlkur sem í vaxandi mæli sinna afgreiðslustörfum sem eldri konur unnu áður. Fjölgun hlutastarfa virðast hafa neikvæð áhrif á vinnuumhverfi ungs fólks. Ástæðurnar telja skýrsluhöfundar þær að fólk í hlutastörfum fái minni handleiðslu við upphaf starfs og minni fræðslu varðandi öryggismál, verklag og fleiri þætti sem snúa að öryggi og heilsu. Einnig er bent á að vinnutími fólks í hlutastörfum sé gjarna utan dagvinnutíma og því fáir ef nokkrir starfsmenn með reynslu á staðnum til að veita unga fólkinu stuðning og leiðsögn.

Hér má lesa nánar um skýrsluna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.