Innlent

Ákærður fyrir kynferðisbrot í Laugardalslaug

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum.
Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum.
Ákæra á hendur ítölskum ferðamanni sem grunaður er um kynferðisbrot, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa að kvöldi sunnudagsins 25. ágúst 2013, sært blygðunarsemi tólf ára stúlku, með því að hafa tekið myndskeið á síma sinn af stúlkunni á almenningssalerni í Laugardalslaug þegar hún tók niður um sig buxur og nærbuxur, hafði þvaglát og girti upp um sig.

Þá er hann ákærður fyrir að hafa búið til og haft í vörslu sinni fjögur myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, en ákærði tók þrjú önnur sambærileg myndskeið af öðrum stúlkum. Myndskeiðin sýna meðal annars beran rass, læri, og í einu tilviki kynfæri stúlknanna.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að sæta upptöku á farsímanum sem lögregla lagði hald á




Fleiri fréttir

Sjá meira


×