Ferðamaður í farbann - Myndaði stúlkur á klósettinu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. ágúst 2013 20:31 Kærði sagðist nota upptökurnar til þess að horfa á á meðan hann fróaði sér. samsett mynd Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann yfir ítölskum ferðamanni sem er grunaður um að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi. Að kvöldi sunnudagsins 25. ágúst barst lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu tilkynning frá starfsmanni ónefndrar sundlaugar um að maðurinn hefði verið staðinn að verki við að taka upp myndskeið á símann sinn af stúlku á kvennaklósetti. Hann sagðist horfa á upptökurnar á meðan hann fróaði sér. Aðspurður hvort hann hefði verið að fróa sér inni á klósettinu svaraði hann því játandi og sagðist ekki hafa ráðið við sig. Þá kemur fram í greinargerð lögreglustjóra að rætt hafi verið við brotaþola ásamt móður hennar. Samkvæmt skýrslunni hafði brotaþoli farið ein á kvennaklósettið í suðurálmu byggingarinnar á meðan móðirin beið fyrir utan. Brotaþoli hafi farið inn á einn klósettbásinn og síðan séð svartan farsíma liggja á gólfinu. Hún hafi þá farið út og sótt móður sína sem hafi farið inn og kíkt undir básinn og þá séð að einhver aðili væri inni á þeim bás. Sá aðili hafi virst sitja á klósettinu og með buxurnar á hælunum. Hún hafi þá náð í starfsmenn sundlaugarinnar. Tveir starfsmenn bönkuðu á klósettbásinn og var kærði að girða sig þegar hann opnaði hurðina. Hann reyndi að fela farsímann fyrir starfsmönnunum en annar starfsmannanna tók símann af honum og afhenti lögreglu. Lögreglan óskaði eftir því að kærði sýndi síðasta myndskeið sem tekið hefði verið á símann og sýndi myndskeiðið, sem tekið var neðan frá á milli klósettbása, unga stúlku sitja á klósettinu með buxurnar niður um sig. Fleiri myndskeið voru á símanum en voru ekki skoðuð á staðnum.34 myndskeið af börnum og fullorðnum Í greinargerðinni segir jafnframt að farið hafi verið með kærða á lögreglustöð þaðan sem honum hafi verið fylgt á herbergi hans í Reykjavík. Hann hafi samþykkt leit og skrifað undir leitarheimild. Ekkert saknæmt hafi fundist í farangrinum en við rannsókn á síma mannsins hafi fundist 34 myndskeið af börnum og fullorðnum á símanum sem tekin hafi verið á svipaðan hátt og umrætt myndskeið á salerni sundlaugarinnar. Þá hyggjast forráðamenn brotaþola leggja fram kæru á næstu dögum og mun fara fram skýrslutaka af brotaþola fyrir dómi. Lögreglustjóri tekur fram í greinargerð sinni að kærði sé ekki búsettur hér á landi og sé ítalskur ríkisborgari. Sé það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru kærða á landinu vegna rannsóknar málsins og til að hann geti ekki komið sér undan mögulegri málsmeðferð fyrir dómi. Því sé nauðsynlegt að kærði sæti farbanni meðan á meðferð málsins stendur. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms, en verjandi mannsins skaut málinu til Hæstaréttar með kæru þann 27. ágúst, og mun maðurinn því sæta farbanni til 23. september. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann yfir ítölskum ferðamanni sem er grunaður um að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi. Að kvöldi sunnudagsins 25. ágúst barst lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu tilkynning frá starfsmanni ónefndrar sundlaugar um að maðurinn hefði verið staðinn að verki við að taka upp myndskeið á símann sinn af stúlku á kvennaklósetti. Hann sagðist horfa á upptökurnar á meðan hann fróaði sér. Aðspurður hvort hann hefði verið að fróa sér inni á klósettinu svaraði hann því játandi og sagðist ekki hafa ráðið við sig. Þá kemur fram í greinargerð lögreglustjóra að rætt hafi verið við brotaþola ásamt móður hennar. Samkvæmt skýrslunni hafði brotaþoli farið ein á kvennaklósettið í suðurálmu byggingarinnar á meðan móðirin beið fyrir utan. Brotaþoli hafi farið inn á einn klósettbásinn og síðan séð svartan farsíma liggja á gólfinu. Hún hafi þá farið út og sótt móður sína sem hafi farið inn og kíkt undir básinn og þá séð að einhver aðili væri inni á þeim bás. Sá aðili hafi virst sitja á klósettinu og með buxurnar á hælunum. Hún hafi þá náð í starfsmenn sundlaugarinnar. Tveir starfsmenn bönkuðu á klósettbásinn og var kærði að girða sig þegar hann opnaði hurðina. Hann reyndi að fela farsímann fyrir starfsmönnunum en annar starfsmannanna tók símann af honum og afhenti lögreglu. Lögreglan óskaði eftir því að kærði sýndi síðasta myndskeið sem tekið hefði verið á símann og sýndi myndskeiðið, sem tekið var neðan frá á milli klósettbása, unga stúlku sitja á klósettinu með buxurnar niður um sig. Fleiri myndskeið voru á símanum en voru ekki skoðuð á staðnum.34 myndskeið af börnum og fullorðnum Í greinargerðinni segir jafnframt að farið hafi verið með kærða á lögreglustöð þaðan sem honum hafi verið fylgt á herbergi hans í Reykjavík. Hann hafi samþykkt leit og skrifað undir leitarheimild. Ekkert saknæmt hafi fundist í farangrinum en við rannsókn á síma mannsins hafi fundist 34 myndskeið af börnum og fullorðnum á símanum sem tekin hafi verið á svipaðan hátt og umrætt myndskeið á salerni sundlaugarinnar. Þá hyggjast forráðamenn brotaþola leggja fram kæru á næstu dögum og mun fara fram skýrslutaka af brotaþola fyrir dómi. Lögreglustjóri tekur fram í greinargerð sinni að kærði sé ekki búsettur hér á landi og sé ítalskur ríkisborgari. Sé það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru kærða á landinu vegna rannsóknar málsins og til að hann geti ekki komið sér undan mögulegri málsmeðferð fyrir dómi. Því sé nauðsynlegt að kærði sæti farbanni meðan á meðferð málsins stendur. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms, en verjandi mannsins skaut málinu til Hæstaréttar með kæru þann 27. ágúst, og mun maðurinn því sæta farbanni til 23. september.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira