Ferðamaður í farbann - Myndaði stúlkur á klósettinu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. ágúst 2013 20:31 Kærði sagðist nota upptökurnar til þess að horfa á á meðan hann fróaði sér. samsett mynd Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann yfir ítölskum ferðamanni sem er grunaður um að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi. Að kvöldi sunnudagsins 25. ágúst barst lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu tilkynning frá starfsmanni ónefndrar sundlaugar um að maðurinn hefði verið staðinn að verki við að taka upp myndskeið á símann sinn af stúlku á kvennaklósetti. Hann sagðist horfa á upptökurnar á meðan hann fróaði sér. Aðspurður hvort hann hefði verið að fróa sér inni á klósettinu svaraði hann því játandi og sagðist ekki hafa ráðið við sig. Þá kemur fram í greinargerð lögreglustjóra að rætt hafi verið við brotaþola ásamt móður hennar. Samkvæmt skýrslunni hafði brotaþoli farið ein á kvennaklósettið í suðurálmu byggingarinnar á meðan móðirin beið fyrir utan. Brotaþoli hafi farið inn á einn klósettbásinn og síðan séð svartan farsíma liggja á gólfinu. Hún hafi þá farið út og sótt móður sína sem hafi farið inn og kíkt undir básinn og þá séð að einhver aðili væri inni á þeim bás. Sá aðili hafi virst sitja á klósettinu og með buxurnar á hælunum. Hún hafi þá náð í starfsmenn sundlaugarinnar. Tveir starfsmenn bönkuðu á klósettbásinn og var kærði að girða sig þegar hann opnaði hurðina. Hann reyndi að fela farsímann fyrir starfsmönnunum en annar starfsmannanna tók símann af honum og afhenti lögreglu. Lögreglan óskaði eftir því að kærði sýndi síðasta myndskeið sem tekið hefði verið á símann og sýndi myndskeiðið, sem tekið var neðan frá á milli klósettbása, unga stúlku sitja á klósettinu með buxurnar niður um sig. Fleiri myndskeið voru á símanum en voru ekki skoðuð á staðnum.34 myndskeið af börnum og fullorðnum Í greinargerðinni segir jafnframt að farið hafi verið með kærða á lögreglustöð þaðan sem honum hafi verið fylgt á herbergi hans í Reykjavík. Hann hafi samþykkt leit og skrifað undir leitarheimild. Ekkert saknæmt hafi fundist í farangrinum en við rannsókn á síma mannsins hafi fundist 34 myndskeið af börnum og fullorðnum á símanum sem tekin hafi verið á svipaðan hátt og umrætt myndskeið á salerni sundlaugarinnar. Þá hyggjast forráðamenn brotaþola leggja fram kæru á næstu dögum og mun fara fram skýrslutaka af brotaþola fyrir dómi. Lögreglustjóri tekur fram í greinargerð sinni að kærði sé ekki búsettur hér á landi og sé ítalskur ríkisborgari. Sé það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru kærða á landinu vegna rannsóknar málsins og til að hann geti ekki komið sér undan mögulegri málsmeðferð fyrir dómi. Því sé nauðsynlegt að kærði sæti farbanni meðan á meðferð málsins stendur. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms, en verjandi mannsins skaut málinu til Hæstaréttar með kæru þann 27. ágúst, og mun maðurinn því sæta farbanni til 23. september. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann yfir ítölskum ferðamanni sem er grunaður um að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi. Að kvöldi sunnudagsins 25. ágúst barst lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu tilkynning frá starfsmanni ónefndrar sundlaugar um að maðurinn hefði verið staðinn að verki við að taka upp myndskeið á símann sinn af stúlku á kvennaklósetti. Hann sagðist horfa á upptökurnar á meðan hann fróaði sér. Aðspurður hvort hann hefði verið að fróa sér inni á klósettinu svaraði hann því játandi og sagðist ekki hafa ráðið við sig. Þá kemur fram í greinargerð lögreglustjóra að rætt hafi verið við brotaþola ásamt móður hennar. Samkvæmt skýrslunni hafði brotaþoli farið ein á kvennaklósettið í suðurálmu byggingarinnar á meðan móðirin beið fyrir utan. Brotaþoli hafi farið inn á einn klósettbásinn og síðan séð svartan farsíma liggja á gólfinu. Hún hafi þá farið út og sótt móður sína sem hafi farið inn og kíkt undir básinn og þá séð að einhver aðili væri inni á þeim bás. Sá aðili hafi virst sitja á klósettinu og með buxurnar á hælunum. Hún hafi þá náð í starfsmenn sundlaugarinnar. Tveir starfsmenn bönkuðu á klósettbásinn og var kærði að girða sig þegar hann opnaði hurðina. Hann reyndi að fela farsímann fyrir starfsmönnunum en annar starfsmannanna tók símann af honum og afhenti lögreglu. Lögreglan óskaði eftir því að kærði sýndi síðasta myndskeið sem tekið hefði verið á símann og sýndi myndskeiðið, sem tekið var neðan frá á milli klósettbása, unga stúlku sitja á klósettinu með buxurnar niður um sig. Fleiri myndskeið voru á símanum en voru ekki skoðuð á staðnum.34 myndskeið af börnum og fullorðnum Í greinargerðinni segir jafnframt að farið hafi verið með kærða á lögreglustöð þaðan sem honum hafi verið fylgt á herbergi hans í Reykjavík. Hann hafi samþykkt leit og skrifað undir leitarheimild. Ekkert saknæmt hafi fundist í farangrinum en við rannsókn á síma mannsins hafi fundist 34 myndskeið af börnum og fullorðnum á símanum sem tekin hafi verið á svipaðan hátt og umrætt myndskeið á salerni sundlaugarinnar. Þá hyggjast forráðamenn brotaþola leggja fram kæru á næstu dögum og mun fara fram skýrslutaka af brotaþola fyrir dómi. Lögreglustjóri tekur fram í greinargerð sinni að kærði sé ekki búsettur hér á landi og sé ítalskur ríkisborgari. Sé það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru kærða á landinu vegna rannsóknar málsins og til að hann geti ekki komið sér undan mögulegri málsmeðferð fyrir dómi. Því sé nauðsynlegt að kærði sæti farbanni meðan á meðferð málsins stendur. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms, en verjandi mannsins skaut málinu til Hæstaréttar með kæru þann 27. ágúst, og mun maðurinn því sæta farbanni til 23. september.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira