Innlent

Efla þarf ánægju starfsfólks Landspítalans

Karen Kjartansdóttir skrifar
Nýr forstjóri Landspítalans segir að verkefnin framundan séu erfið en hann vilji fyrst og fremst koma stjórnvöldum í skilning um þörfina nýju húsnæði og að efla ánægju starfsfólksins.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra tilkynnti um ráðningu Páll Matthíassonar geðlæknis í stöðu forstjóra Landspítalans um hádegisbil í dag. Páll segir Kristján hafa hafa haft samband við sig á fimmtudag vegna starfsins og það hafi komið honum nokkuð á óvart. 

Björn Zoega, fyrrverandi forstjóri Spítalans, sagði sig frá starfinu fyrir helgi með þeim orðum það sem hann hefði séð af fjárlögunum, sem kynnt verða á morgun, gæfi ekki tilefni til bjartsýni um að von væri á uppbyggingu spítalans. 

Þá segir Páll þörf að skýra hlutverk spítalans og hvaða verkefni sé hægt að vinnan utan hans. Páll leggur mikla áherslu á nýtt húsnæði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×