Íslenski boltinn

Umfjöllun, einkunnir og myndir: Valur - KR 1-2 | KR Íslandsmeistari 2013

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hafði ástæðu til að fagna í leikslok.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hafði ástæðu til að fagna í leikslok. Mynd/Vilhelm
KR varð í dag Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla eftir, 2-1, sigur á Val á Vodafone-vellinum. Liðið hefur því tryggt sér titilinn fyrir lokaumferðina en mikil fagnaðarlætin brutust eftir leikinn. Gary Martin gerði bæði mörk KR í leiknum en þau komu bæði í fyrri hálfleik.

KR-ingar voru gríðarlega ákveðnir strax frá fyrstu mínútu og ætluðu sér greinilega að fara með sigur af hólmi á Vodafone-vellinum og í leiðinni hirða Íslandsmeistaratitilinn.

Það leið ekki að löngu þar til KR var búið að skora fyrsta mark leiksins þegar hann klíndi boltanum í fjærhornið framhjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Vals en markið kom eftir korters leik.

Englendingurinn var aftur á ferðinni aðeins tíu mínútum síðar er hann skoraði annað mark sitt í leiknum og var greinilega sjóðheitur.

Valsmenn neituðu samt sem áður að gefast upp og náðu að minnka muninn eftir hálftíma leik þegar Jonas Grönner, leikmaður KR, setti boltann í eigið net. Staðan var 2-1 fyrir KR í hálfleik og töluverð spenna enn í leiknum.

Síðari hálfleikurinn hófst heldur rólega og fátt markvert gerðist þegar leið á hálfleikinn. KR-ingar ætluðu greinilega að halda fengnum hlut og Valsmenn voru í vandræðum með að skapa sér hættuleg færi.

Gestirnir úr Vesturbænum sýndu samt enginn sérstök tilþrif í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru í raun sterkari aðilinn. Liðin náðu ekki að skora í seinni hálfleik og því niðurstaðan 2-1 sigur KR.

Liðið tryggði því Íslandsmeistaratitilinn að Hlíðarenda árið 2013 og eiga þann heiður fyllilega skilið. KR er með langbesta liðið á Íslandi og verðskulduð niðurstaða á Pepsi-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×