Tæpur þriðjungur undirskrifta frá Reykvíkingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. september 2013 17:12 Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is, Hjartað slær í Vatnsmýrinni. Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni. En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins.Það þarf að fara yfir allar tölur og athugasemdir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það eigi eftir að fara yfir undirskriftirnar, skoða aldur og annað. Hann segir að heildarfjöldi þeirra sem skrifuðu undir sé mikill og hann beri virðingu fyrir söfnuninni. Hann áréttar að tekið verði við öllum athugasemdum og farið verði málaefnalega yfir allar athugasemdir sem berast. „Við höfðum skilið að um helmingur þeirra sem skrifuðu undir á síðunni væru Reykvíkingar en samkvæmt þessum tölum sem við fengum í morgun virðist það ekki vera raunin,“ segir Dagur. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta hafi að mörgu leyti verið vel heppnuð undirskriftasöfnun. „Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að þeir sem vilji ekki flytja flugvöllinn láti skoðanir sínar í ljós. Ég ímynda mér að undirskriftirnar frá Reykvíkingum verði teknar eins og athugasemdir við skipulag og fái eðlilega málsmeðferð eins og aðrar slíkar athugasemdir,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir það ekkert athugavert að fólk í öðrum sveitarfélögum hafi skoðun á málinu og tjái hana. Það hljóti þó allir að sjá að það sé Reykjavík sem fer með skipulagsvaldið. Reykvíkingar hljóti að hafa meira um skipulagsmál borgarinnar að segja en utanbæjarmenn. „Einhverjir höfðu sagt að það næðust hundrað þúsund undirskriftir og ég bjóst sjálfur alveg eins við því, þó það hafi að lokum ekki farið svo hátt, en þetta er mikill fjöldi og við munum fara yfir málið með opnum hug,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að það væru ekki fleiri Reykvíkingar en raun bar vitni sem skrifuðu undir enda sé mikið af borgarbúum og sérstaklega unga fólkið í borginni sem vilji fá byggð í Vatnsmýrinni. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is, Hjartað slær í Vatnsmýrinni. Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni. En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins.Það þarf að fara yfir allar tölur og athugasemdir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það eigi eftir að fara yfir undirskriftirnar, skoða aldur og annað. Hann segir að heildarfjöldi þeirra sem skrifuðu undir sé mikill og hann beri virðingu fyrir söfnuninni. Hann áréttar að tekið verði við öllum athugasemdum og farið verði málaefnalega yfir allar athugasemdir sem berast. „Við höfðum skilið að um helmingur þeirra sem skrifuðu undir á síðunni væru Reykvíkingar en samkvæmt þessum tölum sem við fengum í morgun virðist það ekki vera raunin,“ segir Dagur. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta hafi að mörgu leyti verið vel heppnuð undirskriftasöfnun. „Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að þeir sem vilji ekki flytja flugvöllinn láti skoðanir sínar í ljós. Ég ímynda mér að undirskriftirnar frá Reykvíkingum verði teknar eins og athugasemdir við skipulag og fái eðlilega málsmeðferð eins og aðrar slíkar athugasemdir,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir það ekkert athugavert að fólk í öðrum sveitarfélögum hafi skoðun á málinu og tjái hana. Það hljóti þó allir að sjá að það sé Reykjavík sem fer með skipulagsvaldið. Reykvíkingar hljóti að hafa meira um skipulagsmál borgarinnar að segja en utanbæjarmenn. „Einhverjir höfðu sagt að það næðust hundrað þúsund undirskriftir og ég bjóst sjálfur alveg eins við því, þó það hafi að lokum ekki farið svo hátt, en þetta er mikill fjöldi og við munum fara yfir málið með opnum hug,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að það væru ekki fleiri Reykvíkingar en raun bar vitni sem skrifuðu undir enda sé mikið af borgarbúum og sérstaklega unga fólkið í borginni sem vilji fá byggð í Vatnsmýrinni.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent