Innlent

Skora á stjórnvöld að leysa vanda lyflækningasviðs

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/GVA
Stjórn Félags nýrnasjúkra segja að það fari ekki fram hjá nýrnasjúkum hversu mjög álag hefur aukist á lækna og ýmsa aðra starfsmenn lyflækningasviðs Landspítalans. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld. Skorað er á stjórnvöld að skerast í leikinn og leysa vanda á lyflækningasviði Landspítalans

„Það hefur ekki farið fram hjá nýrnasjúkum hversu mjög álag hefur aukist á lækna og ýmsa aðra starfsmenn spítalans. Gríðarmikið og ómanneskjulegt álag heyrir ekki lengur til álagstoppa heldur er það viðvarandi ástand."

„Enginn sækir um að starfa við þessar aðstæður. Sama gildir um aðrar starfstéttir spítalans. Nýrnasjúkir óttast að ef ekki verður fundin varanleg lausn á þessum vanda á allra næstu dögum munum við verða fyrir óbætanlegu tjóni á heilbrigðiskerfi okkar. Þeir læknar sem ekki forði sér úr landi hljóti að brenna upp í starfi og/eða ganga frá heilsu sinni. Hvar stöndum við þá?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×