Íslenski boltinn

Atli: Byrjuðum strax að undirbúa okkur í nóvember

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það verður að segjast alveg eins og er að þetta er mjög góð tilfinning,“ segir Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, eftir sigurinn á Val í dag.

KR varð í dag Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á Val. Liðið er með 49 stig og getur ekkert lið náð þeim að stigum í lokaumferðinni. Atli varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn en hann kom frá Þór fyrir síðasta tímabil.

„Síðari hálfleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður og við náðum ekki að spila okkar leik. Valsmenn áttu alveg möguleika á því að jafna en sem betur fer hafðist það ekki.“

„Við vildum kannski ekki sækja allt of mikið í síðari hálfleiknum, menn voru kannski hræddir við að fá á sig jöfnunarmarkið.“

„Liðið byrjaði strax í nóvember að undirbúa sig fyrir þetta tímabil og markmiðin voru skýr, við ætluðum okkur Íslandmeistaratitilinn.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×