Innlent

Rafmagnslaust í Hafnarfirði og á Álftanesi

Elimar Hauksson skrifar
Rafmagnsleysið hefur verið allavega síðan klukkan ellefu í kvöld og unnið er að lagfæringu.
Rafmagnsleysið hefur verið allavega síðan klukkan ellefu í kvöld og unnið er að lagfæringu. VÍSIR/STEFÁN
Rafmagnslaust er nú í Hafnarfirði, Álftanesi og hluta Garðabæjar og hefur verið í allavega frá því klukkan ellefu í kvöld.

Hjá Orkuveitunni fengust þær upplýsingar að um bilun hjá Landsneti væri að ræða og beðið væri eftir að rafmagn kæmi.

„Það er bilun í fæðingunni hjá Landsneti. Það má segja að þetta sé eins og að bensínið sé búið að bensínstöðinni. Við bíðum bara eftir að bensíntitturinn vakni,“ segir Gunnar Örn Hjartarson, yfirverkstjóri hjá HS orku.

Uppfært: Rafmagn er nú komið á bæði í Hafnarfirði og á Álftanesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×