„Mín upplifun var sú að hún væri þarna fyrst og fremst sem kona“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. september 2013 16:52 Halla Oddný Magnúsdóttir stjórnar þættinum ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni. Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og VG, gagnrýnir sjónvarpsþáttinn Útúrdúr sem hóf göngu sína í Sjónvarpinu sunnudaginn 15. september. „Flottur þáttur. Víkingur píanóleikari kom með skemmtilegar og fróðlegar pælingar af djúpri þekkingu og stúlkan var með flott gleraugu,“ ritar Þráinn á Facebook-síðu Viðars Víkingssonar, upptökustjóra þáttanna. Vísar Þráinn þar til Höllu Oddnýjar Magnúsdóttur mannfræðings sem stjórnar þættinum ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara. Víkingur blandar sér í umræðuna og segir skrýtinn tón í athugasemd Þráins. Ekki sé fyrir hvern sem er að taka viðtöl við fræðimenn og tengja tónlist við fornleifafræði og þróunarlíffræði. Auk þess komi Halla heilmikið að samsetningu efnis og eftirvinnslu. „Mér fannst allt í fína lagi með hennar framlag til þáttarins,“ svarar Þráinn og segir að sér þyki viðtölin við fræðingana bæta litlu við þáttinn. „Mín upplifun var sú að hún væri þarna fyrst og fremst sem kona. Af hverju er það svo að ekki virðist mega anda á sumt fólk? Og alls ekki ef um kvenfólk er að ræða?“ Viðar upptökustjóri svarar Þráni á latínu og skrifar: „Nemo me impune lacessit,“ sem útleggst á íslensku sem „enginn særir mig refsilaust,“ og er kjörorð Skotlands. Tilvitnunin leggst illa í Þráin sem yfirgefur umræðuna í kjölfarið. „Það er alveg óþarfi að hafa í hótunum við mig - þótt það sé stæll á því að gera það á latínu. Takk fyrir spjallið. Skal ekki plaga þig meira hérna á fb.“ Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og VG, gagnrýnir sjónvarpsþáttinn Útúrdúr sem hóf göngu sína í Sjónvarpinu sunnudaginn 15. september. „Flottur þáttur. Víkingur píanóleikari kom með skemmtilegar og fróðlegar pælingar af djúpri þekkingu og stúlkan var með flott gleraugu,“ ritar Þráinn á Facebook-síðu Viðars Víkingssonar, upptökustjóra þáttanna. Vísar Þráinn þar til Höllu Oddnýjar Magnúsdóttur mannfræðings sem stjórnar þættinum ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara. Víkingur blandar sér í umræðuna og segir skrýtinn tón í athugasemd Þráins. Ekki sé fyrir hvern sem er að taka viðtöl við fræðimenn og tengja tónlist við fornleifafræði og þróunarlíffræði. Auk þess komi Halla heilmikið að samsetningu efnis og eftirvinnslu. „Mér fannst allt í fína lagi með hennar framlag til þáttarins,“ svarar Þráinn og segir að sér þyki viðtölin við fræðingana bæta litlu við þáttinn. „Mín upplifun var sú að hún væri þarna fyrst og fremst sem kona. Af hverju er það svo að ekki virðist mega anda á sumt fólk? Og alls ekki ef um kvenfólk er að ræða?“ Viðar upptökustjóri svarar Þráni á latínu og skrifar: „Nemo me impune lacessit,“ sem útleggst á íslensku sem „enginn særir mig refsilaust,“ og er kjörorð Skotlands. Tilvitnunin leggst illa í Þráin sem yfirgefur umræðuna í kjölfarið. „Það er alveg óþarfi að hafa í hótunum við mig - þótt það sé stæll á því að gera það á latínu. Takk fyrir spjallið. Skal ekki plaga þig meira hérna á fb.“
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent