Íslenski boltinn

Skelfilegt gengi hjá KR-ingum eftir að Íslandsmeistaratitillinn er í húsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda á sunnudaginn.
KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda á sunnudaginn. Mynd/Daníel
Nýkrýndir Íslandsmeistarar KR töpuðu í kvöld 1-3 á móti botnliði Skagamanna í Akraneshöllinni en þetta var fyrsti leikur KR-liðsins síðan að þeir tryggðu sér 26. Íslandsmeistaratitilinn.

Skagamenn voru þarna að vinna sinn fyrsta leik síðan í júlí en liðið var bara búið að ná í eitt stig í síðustu átta leikjum sínum í Pepsi-deildinni.

KR hélt þannig áfram í hefð sína að ganga mjög illa í næsta leik eftir að titilinn er í höfn.

KR hefur nefnilega aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum sem nýkrýndur meistari og markatalan er 1-12 þeim í óhag.

KR gerði markalaust jafntefli í lokaumferðinni eftir að titillinn vannst fyrir tveimur árum en fyrir tíu árum tapaði liðið fyrir ÍBV og FH eftir að titilinn var í höfn. KR fékk á sig 9 mörk í þessum tveimur leikjum.

KR-ingar fá tækifæri til að breyta hefðinni þegar þeir taka á móti Fram á KR-vellinum á laugardaginn en Íslandsbikarinn fer á loft í leikslok.



Síðustu leikir KR eftir að titillinn var í höfn

2013

ÍA - KR 3-1

0-1 Gary Martin (61.)

1-1 Jón Vilhelm Ákason (69.)

2-1 Jorge Corella Garcia (86.)

3-1 Andri Adolphsson (88.)



2011

Valur - KR 0-0



2003

FH - KR 7-0

1-0 Allan Borgvardt (12.)

2-0 Guðmundur Sævarsson (14.)     

3-0 Jónas Grani Garðarsson (35.)     

4-0 Guðmundur Sævarsson (68.)     

5-0 Tommy Fredsgaard Nielsen, víti (76.)     

6-0 Jónas Grani Garðarsson (79.)     

7-0 Guðmundur Sævarsson (90.)    

KR - ÍBV 0-2

0-1 Ian David Jeffs (76.)

0-2 Steingrímur Jóhannesson (85.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×