Fótbolti

HM 2014: Agger og Zlatan hetjur Dana og Svía

Zlatan skoraði snemma í dag.
Zlatan skoraði snemma í dag.
Fyrstu leikjum dagsins í undankeppni HM er lokið. Bæði Danir og Svíar unnu sterka sigra í sínum leikjum.

Zlatan Ibrahimovic skoraði eftir aðeins 27 sekúndur í Kasakstan og það mark dugði Svíum til sigurs.

Danir lentu einnig í kröppum dansi í Armeníu. Eina mark leiksins þar kom úr vítaspyrnu. Leikmaður Armeníu um leið rekinn af velli.

Agger skoraði úr spyrnunni og Danir réðu vel við tíu leikmenn Dana.

Úrslit:

B-riðill:

Armenía-Danmörk  0-1

0-1 Daniel Agger, víti (72.)

Staðan: Ítalía 17, Danmörk 12, Búlgaría 10, Tékkland 9, Armenía 9,  Malta 3.

C-riðill:

Kasakstan-Svíþjóð 0-1

0-1 Zlatan Ibrahimovic (1.).

Staðan: Þýskaland 19, Svíþjóð 17, Austurríki 11, Írland 11, Kasakstan 4, Færeyjar 0.

F-riðill:

Rússland-Ísrael  3-1

1-0 Vasili Beezutsky (49.), 2-0 Alexander Kokorin (52.), 3-0 Denis Glushakov (74.), 3-1 Eran Zehavi (90.+3).

Staðan: Rússland 18, Portúgal 17, Ísrael 12, Norður-Írland 6, Aserbaijan 5, Lúxemborg 3.

G-riðill:

Litháen-Liechtenstein  2-0

1-0 Deivydas Matulevicius (18.), 2-0 tadas Kijanskas (40.)

Staðan: Bosnía 16, Grikkland 16, Slóvakía 12, Litháen 8, Lettland 7, Liechtenstein 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×