Fótbolti

HM 2014: Sterkir sigrar hjá Búlgörum og Tyrkjum

Tyrkir fagna í kvöld.
Tyrkir fagna í kvöld.
Búlgaría ætlar ekkert að hleypa Dönum auðveldlega í umspilið fyrir HM en Búlgarir eru enn í öðru sæti B-riðils.

Búlgaría lenti í smá vandræðum með Möltu í kvöld en náði að kreista út þrjú stig á endanum.

Tyrkir eru einnig í mikilli baráttu við Rúmena og unnu lífsnauðsynlegan sigur á útivelli gegn Rúmenum í kvöld.

Úrslit:

B-riðill:

Malta-Búlgaría  1-2

0-1 Radoslav Dimitrov (9.), 0-2 Emil Gargorov (60.), 1-2 Edward Herrera (78.).

Staðan: Ítalía 17, Búlgaría 13, Danmörk 12, Tékkland 9, Armenía 9, Malta 3.

D-riðill:

Rúmenía-Tyrkland  0-2

0-1 Burak Yilmaz (22.), 0-2 Mevlut Erding (90.+5).

Staðan: Holland 19, Rúmenía 13, Tyrkland 13, Ungverjaland 11, Eistland 7, Andorra 0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×