Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍA 5-4 Sigmar Sigfússon á Nettó-vellinum skrifar 12. september 2013 08:41 Þorvaldur Örlygsson og lærisveinar hans í ÍA eru í vondum málum. Skagamenn eru komnir með annan fótinn í 1. deild eftir ævintýralegt tap í miklum markaleik á Nettóvellinum í kvöld. Fyrri hálfleikur var hrein unun að fylgjast með. Sex mörk litu dagsins ljós og skiptust liðin á að skora. Heimamenn skoruðu fyrsta markið strax á 5. mínútu. Þar var Arnór Ingvi Traustason á ferðinni og markið var stórglæsilegt. Magnús Þórir Matthíasson renndi boltanum á Arnór töluvert fyrir utan teig og hann þrumaði knettinum upp í markvinkilinn. Garðar Gunnlaugsson kom inn í byrjunarliðið hjá ÍA fyrir þennan leik og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Garðar jafnaði í 1-1 á 12. mínútu. Fékk fína sendingu fyrir framan markið og með einni gabbhreyfingu var Garðar á auðum sjó og skoraði. Leikurinn minnti á borðtennisleik þar sem liðin skiptust á að smassa. Þriðja markið kom úr herbúðum Keflvíkinga á 19. mínútu og var það sóknarmaðurinn Hörður Sveinsson sem setti boltann í netið í þetta sinn. Endre Ove Brenne átti þá stórkostlega sendingu inn fyrir vörn Skagamanna og Hörður kláraði færið í tölvuleikjastíl. Vippaði yfir Pál í markinu með einni snertingu. ÍA jafnaði metin 2-2 með marki frá Arnari Má Guðjónssyni á 24. mínútu. Markaveislan hélt áfram í fyrri hálfleik og Keflvíkingar komust yfir í þriðja sinn með marki frá Herði Sveinssyni. Markið kom á 38. mínútu. Skagamenn náðu að jafna metin fyrir hálfleik á 39. mínútu þegar Kristinn Jakobsson dómari dæmdi vítaspyrnu á heimamenn. Aðeins mínútu eftir markið frá Herði. Ómar markmaður fór klaufalega út í Garðar Gunnlaugsson. Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði örugglega af punktinum. Staðan var 3-3 í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekkert síðri en sá fyrri. Hörður Sveinsson var funheitur fyrir sína menn og skoraði sjöunda markið á 62. mínútu. Keflavík var enn eina ferðina komið yfir og Hörður kominn með þrennu. Eftir þriðja markið frá Herði virtust heimamenn vera að sigla þessu í höfn. Magnús Sverrir Þorsteinsson kom inn á af bekknum hjá Keflavík og skoraði fimmta mark þeirra aðeins tveimur mínútum seinna á 82. mínútu. En Skagamenn komu tilbaka og klóruðu aðeins í bakkann með marki frá Jorge Corella Garcia á 88. mínútu og löguðu stöðuna í 5-4. Lengra komst ÍA ekki í leiknum og Keflavík vann leikinn sanngjarn miðað við gang leiksins.Kristján: Okkur tókst sem betur fer að skora alltaf á undan „Við buðum upp á hörku skemmtun hérna í kvöld á móti liði sem vissi vel hvað var undir í fallslagnum. Skagamenn komu einbeittir og vel spilandi til leiks. Þeir spiluðu og börðust fyrir klúbbinn. Okkur tókst sem betur fer að skora alltaf á undan,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki góður hjá báðum liðum. Það opnaðist allt of mikið. Sérstaklega þegar við vorum að leið í sókn og við töpuðum boltanum. Þá var allt opið hjá okkur. „Það er sama hvernig leikurinn fer. Stigin þrjú eru mikilvægust sem okkur tókst að ná í hérna í kvöld“ „Við erum ekki hólpnir enn. Þetta er rétt að byrja, það eru þrír leikir eftir og nóg eftir. Bæði fyrir okkur og Skagann,“ sagði Kristján að lokum sáttur með sína menn.Þorvaldur: Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara „Tækifærunum fækkar allavega með tímanum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, þegar hann var spurður hvort síðasta tækifærið fyrir þá að bjarga sér frá falli hafi horfið í kvöld. „Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. En við reyndum svo sannarlega allan leikinn í kvöld. Við vorum inn í leiknum í hálfleik og gáfum í rauninni frá okkur leikinn í seinni hálfleik,“ „Við skorum fín mörk og spiluðum ágætlega í þessum mörkum. En við erum ekki að ná úrslitum og þá er erfitt að koma sér út úr þessari baráttu. Þetta voru gríðarlega klaufaleg mörk sem við fáum á okkur,“ sagði Þorvaldur og bætti við: „Við verðum að fækka mörkunum sem við fáum á okkur, öðruvísi gengur þetta ekki,“Hörður: Minnti helst á tennisleik á köflum Hörður Sveinsson skoraði þrennu fyrir sína menn og var að vonum kátur í leikslok. „Þrennan var mjög mikilvæg fyrir liðið í kvöld. Við vissum að við værum að spila á móti Skaganum og þeir gefast aldrei upp eins og þeir sýndu hérna í kvöld,“ sagði Hörður. „Okkur gekk vel í sókninni en í vörninni vorum við mjög slakir,“ Þið náðuð forystunni fjórum sinnum í leiknum það hlýtur að hafa verið hálfgalið? „Já, þetta var skrítinn leikur og minnti helst á tennisleik á köflum. En það er gaman að spila svoleiðis leiki þó að það sé fúlt að fá á sig svona mörg mörk. En ef þú skorar meira en andstæðingurinn hlýtur maður að vera sáttur og ég það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hörður Sveinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Skagamenn eru komnir með annan fótinn í 1. deild eftir ævintýralegt tap í miklum markaleik á Nettóvellinum í kvöld. Fyrri hálfleikur var hrein unun að fylgjast með. Sex mörk litu dagsins ljós og skiptust liðin á að skora. Heimamenn skoruðu fyrsta markið strax á 5. mínútu. Þar var Arnór Ingvi Traustason á ferðinni og markið var stórglæsilegt. Magnús Þórir Matthíasson renndi boltanum á Arnór töluvert fyrir utan teig og hann þrumaði knettinum upp í markvinkilinn. Garðar Gunnlaugsson kom inn í byrjunarliðið hjá ÍA fyrir þennan leik og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Garðar jafnaði í 1-1 á 12. mínútu. Fékk fína sendingu fyrir framan markið og með einni gabbhreyfingu var Garðar á auðum sjó og skoraði. Leikurinn minnti á borðtennisleik þar sem liðin skiptust á að smassa. Þriðja markið kom úr herbúðum Keflvíkinga á 19. mínútu og var það sóknarmaðurinn Hörður Sveinsson sem setti boltann í netið í þetta sinn. Endre Ove Brenne átti þá stórkostlega sendingu inn fyrir vörn Skagamanna og Hörður kláraði færið í tölvuleikjastíl. Vippaði yfir Pál í markinu með einni snertingu. ÍA jafnaði metin 2-2 með marki frá Arnari Má Guðjónssyni á 24. mínútu. Markaveislan hélt áfram í fyrri hálfleik og Keflvíkingar komust yfir í þriðja sinn með marki frá Herði Sveinssyni. Markið kom á 38. mínútu. Skagamenn náðu að jafna metin fyrir hálfleik á 39. mínútu þegar Kristinn Jakobsson dómari dæmdi vítaspyrnu á heimamenn. Aðeins mínútu eftir markið frá Herði. Ómar markmaður fór klaufalega út í Garðar Gunnlaugsson. Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði örugglega af punktinum. Staðan var 3-3 í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekkert síðri en sá fyrri. Hörður Sveinsson var funheitur fyrir sína menn og skoraði sjöunda markið á 62. mínútu. Keflavík var enn eina ferðina komið yfir og Hörður kominn með þrennu. Eftir þriðja markið frá Herði virtust heimamenn vera að sigla þessu í höfn. Magnús Sverrir Þorsteinsson kom inn á af bekknum hjá Keflavík og skoraði fimmta mark þeirra aðeins tveimur mínútum seinna á 82. mínútu. En Skagamenn komu tilbaka og klóruðu aðeins í bakkann með marki frá Jorge Corella Garcia á 88. mínútu og löguðu stöðuna í 5-4. Lengra komst ÍA ekki í leiknum og Keflavík vann leikinn sanngjarn miðað við gang leiksins.Kristján: Okkur tókst sem betur fer að skora alltaf á undan „Við buðum upp á hörku skemmtun hérna í kvöld á móti liði sem vissi vel hvað var undir í fallslagnum. Skagamenn komu einbeittir og vel spilandi til leiks. Þeir spiluðu og börðust fyrir klúbbinn. Okkur tókst sem betur fer að skora alltaf á undan,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki góður hjá báðum liðum. Það opnaðist allt of mikið. Sérstaklega þegar við vorum að leið í sókn og við töpuðum boltanum. Þá var allt opið hjá okkur. „Það er sama hvernig leikurinn fer. Stigin þrjú eru mikilvægust sem okkur tókst að ná í hérna í kvöld“ „Við erum ekki hólpnir enn. Þetta er rétt að byrja, það eru þrír leikir eftir og nóg eftir. Bæði fyrir okkur og Skagann,“ sagði Kristján að lokum sáttur með sína menn.Þorvaldur: Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara „Tækifærunum fækkar allavega með tímanum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, þegar hann var spurður hvort síðasta tækifærið fyrir þá að bjarga sér frá falli hafi horfið í kvöld. „Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. En við reyndum svo sannarlega allan leikinn í kvöld. Við vorum inn í leiknum í hálfleik og gáfum í rauninni frá okkur leikinn í seinni hálfleik,“ „Við skorum fín mörk og spiluðum ágætlega í þessum mörkum. En við erum ekki að ná úrslitum og þá er erfitt að koma sér út úr þessari baráttu. Þetta voru gríðarlega klaufaleg mörk sem við fáum á okkur,“ sagði Þorvaldur og bætti við: „Við verðum að fækka mörkunum sem við fáum á okkur, öðruvísi gengur þetta ekki,“Hörður: Minnti helst á tennisleik á köflum Hörður Sveinsson skoraði þrennu fyrir sína menn og var að vonum kátur í leikslok. „Þrennan var mjög mikilvæg fyrir liðið í kvöld. Við vissum að við værum að spila á móti Skaganum og þeir gefast aldrei upp eins og þeir sýndu hérna í kvöld,“ sagði Hörður. „Okkur gekk vel í sókninni en í vörninni vorum við mjög slakir,“ Þið náðuð forystunni fjórum sinnum í leiknum það hlýtur að hafa verið hálfgalið? „Já, þetta var skrítinn leikur og minnti helst á tennisleik á köflum. En það er gaman að spila svoleiðis leiki þó að það sé fúlt að fá á sig svona mörg mörk. En ef þú skorar meira en andstæðingurinn hlýtur maður að vera sáttur og ég það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hörður Sveinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira