Íslenski boltinn

Dómarinn fór meiddur af velli

Magnús á ferðinni fyrr í sumar.
Magnús á ferðinni fyrr í sumar.
Grasið í Lautinni í Árbænum virðist ekki henta dómurum neitt sérstaklega því í annað sinn í sumar þurfti dómari skiptingu í miðjum leik.

Magnús Þórisson fór meiddur af velli í kvöld í leik Fylkis og FH eftir tæplega hálftíma leik. Örvar Sær Gíslason leysti mann af hólmi þarna fyrr í sumar og fór á kostum.

Í stað kokksins úr Sandgerði kom stórmálarinn Erlendur Eiríksson og hann mun örugglega leysa verkefnið með sóma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×