Milljónir fjúka út í veður og vind Svavar Hávarðsson skrifar 18. september 2013 07:15 Skipin sem komu til landsins í sumar voru á níunda tuginn. Fréttablaðið/gva Válynd veður hafa í sumar sett strik í reikning fjölmarga sem þjónusta skemmtiferðaskip á áfangastöðum þeirra hér á landi. Emerald Princess, eitt stærsta skemmtiferðaskipið sem átti að koma hingað til lands í sumar, þurfti frá að hverfa. Um borð í Emerald Princess eru um þrjú þúsund farþegar, auk áhafnar, en skipið er 114 þúsund tonn að stærð. Ólafía Sveinsdóttir, deildarstjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik, segir að skipið hafi átt að festa landfestar á hádegi í gær og sigla frá landinu á miðnætti. Hins vegar hafi veðrið verið það vont að Emerald Princess var siglt djúpt suður af landinu á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna. Atlantik hafði með höndum alla umsýslu vegna komu skipsins og segir Ólafía það ljóst að í hvert skipti sem skip þarf að afboða komu sína finni margir fyrir því. Mismikið þó. „Þetta eru miklir peningar sem um er að ræða. Hins vegar fengum við upplýsingar um afboðun þessa skips fyrir helgi, og gátum því afboðað leiðsögumenn, varað veitingastaðina við og afboðað rútur og smærri bíla. Þannig var hægt að lágmarka tjón þessara aðila, en hér er um að ræða töluverðan tekjumissi,“ segir Ólafía sem segir að vel hafi verið bókað í ferðir af farþegum Emerald Princess. Misjafnt er hversu vel er bókað í ferðir af hverju skipi, og ræðst það af þjóðerni farþega. Þjóðverjar eru t.d. duglegri að nýta sér ferðir en bandarískir ferðamenn. Þó höfðu á milli 50-60% þegar bókað ferðir af farþegum Emerald Princess, en ekki er óalgengt að þetta hlutfall sé um 80%. Þá eru ótaldir þeir sem verja tíma sínum í þéttbýlinu. Almennt séð er kaupgeta farþega skemmtiferðaskipa mikil. Spurð um hversu algengt það sé að skip þurfi frá að hverfa segir Ólafía að brösuglega hafi gengið í sumar vegna veðurs. „Skipin hafa siglt fram hjá Vestmannaeyjum í einhverjum tilfellum, þá helst skip sem komast ekki að bryggju. Grundarfjörður hefur líka orðið fyrir barðinu á veðrinu. Það er hins vegar fátíðara að koma skipanna til Íslands sé felld niður alfarið, en þau halda þá kyrru fyrir hérna í Reykjavík. En september hefur verið slæmur bæði núna og í fyrra,“ segir Ólafía.Fréttablaðið/ValliEkki er óvarlegt að áætla að hver ferðamaður af skemmtiferðaskipi verji um tíu til tólf þúsund krónum daginn sem hann dvelur hér á landi. Farþegar skipanna nýta sér fjölbreytta þjónustu; fara í lengri ferðir og kaupa mat og kaffiveitingar. Eins fara menn í styttri ferðir, á söfn, í útsýnisflug, hvalaskoðun eða jafnvel á jökul. Hér er önnur umsýsla en þjónusta við farþega ótalin. Hafnargjöld eru eitt, en einnig kaup á vistum, varahlutum, olíu og annarri þjónustu. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Válynd veður hafa í sumar sett strik í reikning fjölmarga sem þjónusta skemmtiferðaskip á áfangastöðum þeirra hér á landi. Emerald Princess, eitt stærsta skemmtiferðaskipið sem átti að koma hingað til lands í sumar, þurfti frá að hverfa. Um borð í Emerald Princess eru um þrjú þúsund farþegar, auk áhafnar, en skipið er 114 þúsund tonn að stærð. Ólafía Sveinsdóttir, deildarstjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik, segir að skipið hafi átt að festa landfestar á hádegi í gær og sigla frá landinu á miðnætti. Hins vegar hafi veðrið verið það vont að Emerald Princess var siglt djúpt suður af landinu á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna. Atlantik hafði með höndum alla umsýslu vegna komu skipsins og segir Ólafía það ljóst að í hvert skipti sem skip þarf að afboða komu sína finni margir fyrir því. Mismikið þó. „Þetta eru miklir peningar sem um er að ræða. Hins vegar fengum við upplýsingar um afboðun þessa skips fyrir helgi, og gátum því afboðað leiðsögumenn, varað veitingastaðina við og afboðað rútur og smærri bíla. Þannig var hægt að lágmarka tjón þessara aðila, en hér er um að ræða töluverðan tekjumissi,“ segir Ólafía sem segir að vel hafi verið bókað í ferðir af farþegum Emerald Princess. Misjafnt er hversu vel er bókað í ferðir af hverju skipi, og ræðst það af þjóðerni farþega. Þjóðverjar eru t.d. duglegri að nýta sér ferðir en bandarískir ferðamenn. Þó höfðu á milli 50-60% þegar bókað ferðir af farþegum Emerald Princess, en ekki er óalgengt að þetta hlutfall sé um 80%. Þá eru ótaldir þeir sem verja tíma sínum í þéttbýlinu. Almennt séð er kaupgeta farþega skemmtiferðaskipa mikil. Spurð um hversu algengt það sé að skip þurfi frá að hverfa segir Ólafía að brösuglega hafi gengið í sumar vegna veðurs. „Skipin hafa siglt fram hjá Vestmannaeyjum í einhverjum tilfellum, þá helst skip sem komast ekki að bryggju. Grundarfjörður hefur líka orðið fyrir barðinu á veðrinu. Það er hins vegar fátíðara að koma skipanna til Íslands sé felld niður alfarið, en þau halda þá kyrru fyrir hérna í Reykjavík. En september hefur verið slæmur bæði núna og í fyrra,“ segir Ólafía.Fréttablaðið/ValliEkki er óvarlegt að áætla að hver ferðamaður af skemmtiferðaskipi verji um tíu til tólf þúsund krónum daginn sem hann dvelur hér á landi. Farþegar skipanna nýta sér fjölbreytta þjónustu; fara í lengri ferðir og kaupa mat og kaffiveitingar. Eins fara menn í styttri ferðir, á söfn, í útsýnisflug, hvalaskoðun eða jafnvel á jökul. Hér er önnur umsýsla en þjónusta við farþega ótalin. Hafnargjöld eru eitt, en einnig kaup á vistum, varahlutum, olíu og annarri þjónustu.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira