Innlent

Sterkara samband milli Íslands og Kanada

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, fundaði með kanadískum ráðamönnum og fulltrúum úr viðskiptalífi landsins.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, fundaði með kanadískum ráðamönnum og fulltrúum úr viðskiptalífi landsins.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lauk í dag tveggja daga heimsókn sinni til Ottawa í Kanada. Þar fundaði hann með kanadískum ráðamönnum og fulltrúum úr viðskiptalífi landsins. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að heimsóknin sé liður í áherslum íslenskra stjórnvalda á að efla tengslin vestur um haf.

Gunnar Bragi fundaði með John Baird, utanríkisráðherra Kanada og fóru ráðherrarnir yfir samskipti síkjanna og samstarf á alþjóðavettvangi. Þar á meðal um samstarf innan Atlandshafsbandalagsins og Norðurskautsráðsins en Kanada fer með formennsku í ráðinu.

Í dag lauk tveggja daga heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Ottawa í Kanada þar sem hann fundaði með kanadískum ráðamönnum og fulltrúum úr viðskiptalífi landsins. Heimsóknin er liður í áherslum íslenskra stjórnvalda á að efla tengslin vestur um haf.

Einhugur var um að styrkja frekara samstarf Íslands og Kanada í viðskiptum og norðurslóðamálum og þáði utanríkisráðherrann heimboð til Íslands.

Gunnar Bragi fundaði jafnframt með Simon Kennedy aðstoðarviðskiptaráðherra Kanada og Richard B. Fadden aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins.

“Við höfum átt innihaldsríka fundi um samskipti landanna sem marka vonandi upphafið að sterkara sambandi Íslands og Kanada á ýmsum sviðum” segir Gunnar Bragi.

Utanríkisráðherra hitti einnig fulltrúa úr kanadísku viðskiptalífi til að ræða leiðir til að auka og styrkja viðskiptasamband Íslands og Kanada




Fleiri fréttir

Sjá meira


×