Innlent

Heimdallur heimtar prófkjör

Gunnar Valþórsson skrifar
Einn þeirra sem orðaður er við leiðtogasæti sjálfstæðismanna í borginni er Gísli Marteinn Baldursson.
Einn þeirra sem orðaður er við leiðtogasæti sjálfstæðismanna í borginni er Gísli Marteinn Baldursson.
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, krefst þess að haldið verði almennt prófkjör í borginni fyrir komandi sveitastjórnaskosningar.

Mikið hefur verið um það rætt innan flokksins hvaða leið skuli farin að þessu sinni og hafa hugmyndir um svokallað leiðtogaprófkjör meðal annars skotið upp kollinum. Í gær var ákveðið að fulltrúaráð flokksins velji leiðina sem farin verði á fundi í dag.

Í yfirlýsingu frá Heimdalli segir að félagið leggist gegn öllum hugmyndum um uppstillingu á lista og telji að almennt prófkjör, þar sem allir flokksmenn í Reykjavík fái að kjósa, sé farsælasta leiðin til að velja sigurstranglegan lista fyrir komandi borgarastjórnarkosningar. Ekki sé líðandi að þröngur hópur manna sitji einir að vali á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×