Fótbolti

Matti Vill með stórleik í 7-0 sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Matthías
Matthías
Matthías Vilhjálmsson átti stórleik fyrir Start í 7-0 slátrun á Sandnes Ulf í norsku deildinni í dag. Matthías var á skotskónum og setti þrjú  mörk í leiknum.

Matthías skoraði þrjú mörk í leiknum, eitt í fyrri hálfleik og tvö í seinni hálfleik. Hann er alls kominn með sjö mörk á tímabilinu.

Steven Lennon var í byrjunarliði Sandnes  en var tekinn útaf í seinni hálfleik. Á bekknum hjá Start voru bæði Guðmundur Kristjánsson og Babacar Sarr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×