Enski boltinn

Númer nýjustu leikmanna ensku stórliðanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Samsett
Mesut Özil mun spila í treyju númer 11 hjá Arsenal en Marouane Fellaini í treyju númer 31 hjá Manchester United.

Nicolas Anelka, Robin van Persie og Sylvain Wiltord léku á sínum tíma í treyju númer ellefu hjá Arsenal. Özil fetar því í fótspor leikmanna sem voru iðnir við kolann í markaskorun.

Stuðningsmenn United biðu nokkuð spenntir eftir því hvaða treyju Fellaini fengi. Treyjur númer sjö og níu voru báðar á lausu en sú fyrrnefnda er því sem næst heilög í augum stuðningsmanna liðsins. Bryan Robson, Eric Cantona og Cristiano Ronaldo eru meðal þeirra sem klæðst hafa treyjunni að ógleymdum George Best.

Leikmennirnir gengu frá félagaskiptum sínum á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Þá gekk Liverpool frá kaupum á tveimur leikmönnum og lánssamningi á þeim þriðja.

Mamadou Sakho verður í treyju númer 17 sem leikmenn á borð við Steve McManaman og Steven Gerrard hafa klæðst á ferlinum. Tiago Ilori verður í treyju númer 26 og lánsmaðurinn Victor Moses í treyju númer 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×