Fótbolti

Varaliðið okkur kæmist í undanúrslit á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Abby Wambach.
Abby Wambach. Mynd/NordicPhotos/Getty
Abby Wambach, framherji bandaríska landsliðsins, bætti við heimsmet sitt í nótt þegar hún skoraði eitt marka liðsins í 7-0 sigri á Mexíkó.

Wambach skoraði þarna sitt 161. mark fyrir bandaríska landsliðið en engin kona hefur skorað fleiri landsliðsmörk. Mia Hamm átti metið áður en hún skoraði 158 mörk á sínum tíma.

Stjarna kvöldsins var þó Sydney Leroux sem skoraði fernu í fyrri hálfleiknum. Wambach hefur ekki miklar áhyggjur af framtíðinni hjá bandaríska landsliðinu.

„Ég tel að varaliðið okkar kæmist örugglega í undanúrslit á HM. Tom þjálfara bíður erfitt hlutskipti næstu tvö árin að ákveða hvað leikmenn byrja inná og hverjar byrja á bekknum," sagði Abby Wambach eftir leikinn.

Bandaríska landsliðið er nú búið að leika 35 leiki í röð án þess að tapa en liðið var þarna að bursta liðið sem er í 24. sæti á heimslistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×