Fótbolti

Heimir fundaði með fjölmiðlamönnum

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hélt stuttan fund með fjölmiðlamönnum í Bern í dag.

Heimir hefur komið með ferska vinda inn í starfið hjá landsliðinu og hefur til að mynda verið í góðum samskiptum við stuðningsmannaklúbb félagsins.

Á fundinum með fjölmiðlamönnum í dag fór Heimir í gegnum það hvernig svissneska liðið spilar og hvernig íslenska liðið ætlar að svara því. Eðli málsins samkvæmt vill Heimir ekki að það fari lengra í bili og því verða ekki höfð frekari orð um það.

Þessi nýbreytni Heimis vakti lukku hjá fjölmiðlamönnum sem kunnu vel að meta framtakið hjá tannlækninum viðkunnalega úr Vestmannaeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×