Lífið

Baksviðs með Frikka Dór

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Kex hosteli í gærkvöldi þegar Stöð 3 hóf göngu sína. Glæsilegri skemmtidagskrá var sjónvarpað þaðan þar sem gestgjafinn Friðrik Dór tók á mót gestum. 

Tónlistaratriðin voru ekki af verri endanum en engin önnur en Unnur Eggerts söng og hljómsveitin Kaleo tók nokkur lög. Þá endaði Friðik þáttinn á hundalaginu vinsæla.

Stöð 3 næst um allt land og verður öllum opin fyrstu vikuna. Hægt er að kaupa áskrift á netsíðunni stod3.is fyrir 2.990 kr. á mánuði og áskriftinni fylgir aðgangur að Krakkastöðinni auk þriggja mánaða áskriftar að tónlist.is.

Stöð 3 fylgir frítt með áskrift að Stöð 2 og til að viðskiptavinir nái inn stöðinni þurfa þeir að endurræsa myndlykla sína með því að taka þá úr sambandi. Áskrifendur með digital Ísland þurfa að velja "menu" á fjarstýringunni og velja þar sjálfvirka leit. Lykilorðið er 0000.

Á Stöð 3 verður erlent gæðaefni í bland við nýtt íslenskt og má nefna matreiðsluþátt með Evu Laufeyju Kjaran og þáttinn Í makaleit, þar sem fylgst verður með Íslendingum sem þrá meiri rómantík og losta í líf sitt.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar.

http://Stod3.is/

Fullur salur af fallegu fólki.
Unnur Eggerts og vinkonur.
Stemmari.
Óli og Sverrir verða með Game Tívi á Stöð 3 í vetur.
Kaleo heitasta bandið á Íslandi.
Benni og Fannar úr Hraðfréttum fylgdust með frumraun Frikka vinar síns í sjónvarpi.
Glæsilegar.
Ási besti vinur aðal og Frikki Dór. Þeir voru gestgjafar kvöldsins og leiddu dagskrána með glæsibrag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.