„Þetta er ekkert grín, fólk deyr af þessu efni" Hrund Þórsdóttir skrifar 9. september 2013 19:15 Í nýjasta tölublaði tímaritsins Monitor er fjallað um vímuefnið Mollý og rætt við ungan neytanda. Mörgum þykir lýsing hans á eiturlyfinu sýna skekkta mynd af raunveruleikanum enda virðist hann sannfærður um að efnið sé hættulítið. Segir hann meðal annars: „Þetta er meira svona eins og að fá sér steik á laugardögum, tríta sig þú veist.“ Hann hyggst ekki hætta neyslunni og segir líka: „Það væri alveg gaman að eiga þetta uppi í skáp og draga fram í partýum og með konunni, eins og rauðvín eða eitthvað.“ Mollý er í raun slangur yfir eiturlyfið MDMA, en Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi segir það svo sannarlega ekki skaðlaust, í raun sé þetta það sama og e töflur. „Ætli þessu verði ekki best lýst með að segja að þetta er amfetamínefni sem hefur um leið skynbreytandi verkun,“ segir hann. Efninu fylgir hætta á skyndidauða og fólk ánetjast því. „Þetta er oft glugginn inn í amfetamínneyslu, sem er alvarlegasta fíkn á Íslandi og hefur í för með sér mikla fylgikvilla og mörg dauðsföll,“ segir Þórarinn. Við efnahagshrunið minnkaði notkun þessara efna mikið en eins og sjá má á línuriti í meðfylgjandi frétt hefur MDMA fíklum á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað hratt á síðustu tveimur árum. Efnið er vinsælast hjá ungu fólki. „Þetta hefur verið markaðssett sem slíkt, að það ætti að nota þetta á diskótekunum til að auka á skemmtun og fólk hefur talið sig komast í betri tengsl við unga einstaklinga af gagnstæðu kyni,“ segir Þórarinn.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.Fyrrnefndur viðmælandi Monitors hafði þetta að segja: „Ég hef aldrei prófað að sofa hjá á þessu en ég hef heyrt að það sé geðveikt.“ Þórarinn segir þetta mýtu sem fylgi öllum fíkniefnum. „En sumir segja að það risti nú ekki djúpt þegar menn elska steinveggina jafnmikið og fallega konu,“ bætir hann við. Við heimsóttum Menntaskólann við Sund í dag til að kanna hvort krakkarnir þekktu þetta efni og eins og sést í meðfylgjandi frétt könnuðust flestir við það. Sara Helena Bjarnadóttir Blöndal er 17 ára en þegar hún var 14 ára prófaði hún Mollý í fyrsta skipti og fór það úr böndunum. „Ég kastaði upp og þegar það kom hlé á uppköstin hljóp ég fram til að passa að það rynni ekki af mér því ég var búin að heyra svo mikið um hversu slæmur niðurtúrinn væri af þessu,“ segir Sara. Hún reykti kannabis til að róa sig niður og reyna að sofna en fór í svokallað blackout og nagaði á sér vörina alla nóttina. Hún vaknaði við að fólk var að þrífa blóð af henni. „Ég sá mig í speglinum og án þess að ýkja, þá var vörin orðin fimmföld og kolsvört á litinn og ég var búin að dreifa blóði um mig alla,“ segir hún. Í kjölfarið lá Sara á spítala í viku og var heppin að vörin jafnaði sig að mestu. „Ef ég hefði komið klukkutíma seinna eða degi seinna hefði ég kannski aldrei fengið venjulegt andlit aftur.“ Sara hætti allri neyslu fyrir tveimur árum og segir ungt fólk ekki þekkja skaðsemi Mollýjar nógu vel. „Ég bjóst aldrei við því að missa næstum líkamspart af því að prófa efni í eitt skipti og þetta er ekkert grín. Fólk deyr af þessu efni og aðrir missa öll tengsl við fjölskylduna sína . Þetta er ekki eins og þetta lítur út í bíómyndunum og rappmyndböndunum.“ Viðtalið við Söru Helenu sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Í nýjasta tölublaði tímaritsins Monitor er fjallað um vímuefnið Mollý og rætt við ungan neytanda. Mörgum þykir lýsing hans á eiturlyfinu sýna skekkta mynd af raunveruleikanum enda virðist hann sannfærður um að efnið sé hættulítið. Segir hann meðal annars: „Þetta er meira svona eins og að fá sér steik á laugardögum, tríta sig þú veist.“ Hann hyggst ekki hætta neyslunni og segir líka: „Það væri alveg gaman að eiga þetta uppi í skáp og draga fram í partýum og með konunni, eins og rauðvín eða eitthvað.“ Mollý er í raun slangur yfir eiturlyfið MDMA, en Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi segir það svo sannarlega ekki skaðlaust, í raun sé þetta það sama og e töflur. „Ætli þessu verði ekki best lýst með að segja að þetta er amfetamínefni sem hefur um leið skynbreytandi verkun,“ segir hann. Efninu fylgir hætta á skyndidauða og fólk ánetjast því. „Þetta er oft glugginn inn í amfetamínneyslu, sem er alvarlegasta fíkn á Íslandi og hefur í för með sér mikla fylgikvilla og mörg dauðsföll,“ segir Þórarinn. Við efnahagshrunið minnkaði notkun þessara efna mikið en eins og sjá má á línuriti í meðfylgjandi frétt hefur MDMA fíklum á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað hratt á síðustu tveimur árum. Efnið er vinsælast hjá ungu fólki. „Þetta hefur verið markaðssett sem slíkt, að það ætti að nota þetta á diskótekunum til að auka á skemmtun og fólk hefur talið sig komast í betri tengsl við unga einstaklinga af gagnstæðu kyni,“ segir Þórarinn.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.Fyrrnefndur viðmælandi Monitors hafði þetta að segja: „Ég hef aldrei prófað að sofa hjá á þessu en ég hef heyrt að það sé geðveikt.“ Þórarinn segir þetta mýtu sem fylgi öllum fíkniefnum. „En sumir segja að það risti nú ekki djúpt þegar menn elska steinveggina jafnmikið og fallega konu,“ bætir hann við. Við heimsóttum Menntaskólann við Sund í dag til að kanna hvort krakkarnir þekktu þetta efni og eins og sést í meðfylgjandi frétt könnuðust flestir við það. Sara Helena Bjarnadóttir Blöndal er 17 ára en þegar hún var 14 ára prófaði hún Mollý í fyrsta skipti og fór það úr böndunum. „Ég kastaði upp og þegar það kom hlé á uppköstin hljóp ég fram til að passa að það rynni ekki af mér því ég var búin að heyra svo mikið um hversu slæmur niðurtúrinn væri af þessu,“ segir Sara. Hún reykti kannabis til að róa sig niður og reyna að sofna en fór í svokallað blackout og nagaði á sér vörina alla nóttina. Hún vaknaði við að fólk var að þrífa blóð af henni. „Ég sá mig í speglinum og án þess að ýkja, þá var vörin orðin fimmföld og kolsvört á litinn og ég var búin að dreifa blóði um mig alla,“ segir hún. Í kjölfarið lá Sara á spítala í viku og var heppin að vörin jafnaði sig að mestu. „Ef ég hefði komið klukkutíma seinna eða degi seinna hefði ég kannski aldrei fengið venjulegt andlit aftur.“ Sara hætti allri neyslu fyrir tveimur árum og segir ungt fólk ekki þekkja skaðsemi Mollýjar nógu vel. „Ég bjóst aldrei við því að missa næstum líkamspart af því að prófa efni í eitt skipti og þetta er ekkert grín. Fólk deyr af þessu efni og aðrir missa öll tengsl við fjölskylduna sína . Þetta er ekki eins og þetta lítur út í bíómyndunum og rappmyndböndunum.“ Viðtalið við Söru Helenu sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent