Fótbolti

Dagný tilnefnd sem besti leikmaður háskólaboltans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir. Mynd / Daníel Rúnarsson
Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir hefur verið tilnefnd sem ein af bestu knattspyrnukonum háskólaboltans í Bandaríkjunum.

Alls eru 31 knattspyrnukonur á listanum en ein hlýtur Hermann-bikarinn.

Sigurvegarinn verður tilkynntur þann 10. janúar en Dagný leikur fyrir Florida State háskólann en hún gerði níu mörk á síðustu leiktíð og lagði upp önnur níu.

Leikmaðurinn skoraði fimm sinnum sigurmarkið í leik síns liðs á síðustu leiktíð.

Dagný Brynjarsdóttir er leikmaður íslenska landsliðsins og hefur spilað stórt hlutverk í liðinu undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×