Enski boltinn

Atletico vill fá Mata

Juan Mata.
Juan Mata.
Það er mikið slúðrað um framtíð Spánverjans Juan Mata hjá Chelsea þessa dagana. Með komu Willian til Chelsea er búist við því að mínútum Mata á vellinum muni fara fækkandi.

Mata hefur verið frábær hjá Chelsea síðustu tvö ár en hann mun örugglega ekki verða sáttur með mikla bekkjarsetu.

Hann hefur meðal annars verið orðaður við Man. Utd en spænska blaðið AS segir í dag að Atletico Madrid sé þegar búið að senda Chelsea tilboð í leikmanninn. Atletico vill fá Mata lánaðan.

HM er fram undan og ef Mata ætlar að vera í spænska landsliðinu þá verður hann að spila. Það er aðeins Casillas sem er valinn þó svo hann spili ekki neitt.

Mata þarf því að hugsa um sína stöðu og hann gæti verið spenntur fyrir því að spila í heimalandinu þar sem landsliðsþjálfarinn mun fylgjast vel með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×