Fótbolti

Stórt tap hjá Guðlaugi Victori og Daða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
NEC er á botni deildarinnar eftir tvær umferðir.
NEC er á botni deildarinnar eftir tvær umferðir. Nordicphotos/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn á miðjunni með NEC Nijmegen í 5-0 tapi gegn PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Guðlaugur Victor átti fínan leik í fyrri hálfleik þegar gestirnir stóðu vel í PSV þrátt fyrir að vera marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleik buðu heimamenn upp á sýningu og lokatölurnar eftir því, 5-0.

Belgíski táningurinn Zakaria Bakkali skoraði þrennu fyrir PSV. Bakkali er aðeins sautján ára gamall en er eftirsóttur af stærri félögum í Evrópu.

Guðlaugur Victor fékk áminningu í síðari hálfleik. Þróttarinn Daði Bergsson sat allan tímann á varamannabekk NEC Nijmegen. Daði er aðeins átján ára en hefur verið á meðal varamanna í fyrstu tveimur leikjum liðsins.

PSV mætir AC Milan í umspilsleikjum sæti í Meistaradeild Evrópu síðar í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×