Fótbolti

17 ára leikmaður stimplaði sig inn í hollensku deildina | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Zakaria Bakkali er nafn sem ekki margir kannast við en spurning hvort það muni breytast fljótlega. Zakaria sem er aðeins 17 ára, fæddur 26. Janúar 1996 og kemur frá Belgíu er framherji hjá PSV að stíga sín fyrstu skref hjá liðinu.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið að spila með PSV undanfarið og skoraði hann meðal annars eitt mark í leik PSV gegn S.V. Zulte Waregem í undankeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir stuttu.

Hann stimplaði sig heldur betur inn í lið PSV með þrennu í gær í sínum þriðja deilarleik fyrir klúbbinn. Guðlaugur Victor Pálsson og liðsfélagar hans í NEC Nijmegen töpuðu stórt fyrir PSV og réðu einfaldlega ekki við Bakkali í leiknum sem skoraði stórglæsilega þrennu í leiknum.

Gaman verður að fylgjast með framhaldinu hjá Bakkali sem var kallaður í Belgíska landsliðið í fyrsta sinn síðastliðin miðvikudag og mun þar berjast um sæti við Lukaku, Benteke og Hazard.

Myndband af mörkunum má sjá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×