Fótbolti

Fanndís aftur á skotskónum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fanndís
Fanndís Mynd/Daníel
Fanndís Friðriksdóttir var aftur á skotskónum í öruggum 4-1 sigri Kolbotn á Sandviken í norsku deildinni.

Fanndís skoraði sigurmarkið í síðustu umferð gegn Amazon Grimstad en í dag jafnaði hún eftir að botnlið Sandviken hafði óvænt komist yfir. Kolbotn gerði út um leikinn í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur. Þetta var sjötta mark hennar í 13 leikjum.

Katrín Jónsdóttir var í byrjunarliði Umeå og spilaði allan leikinn í 2-0 sigri á Linköping á heimavelli. Umeå er í fimmta sæti í sænsku úrvalsdeildinni eftir leikinn, einu stigi á eftir Linköping.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×