Fótbolti

Margrét Lára skoraði í jafntefli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Margrét Lára
Margrét Lára Mynd/Gettyimages
Kristianstad varð af mikilvægum stigum í sænsku úrvalsdeildinni í leik þeirra við KIF Örebro. Kristianstad komst í 2-0 en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum á 6 mínútum.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir aðeins fjórar mínútur og Marija Banušić bætti við öðru á 21. mínútu. Örebro voru ekki lengi að svara, mark á 28. og 34. mínútu jafnaði leikinn strax í fyrri hálfleik.

Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Margrét Lára og Sif Atladóttir spiluðu báðar allan leikinn fyrir Kristianstad sem situr áfram í áttunda sæti eftir leiki dagsins með 14 stig í 13 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×