Fótbolti

Alfreð efstur á lista hjá Neil Lennon

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik gegn NAC Breda
Alfreð Finnbogason í leik gegn NAC Breda
Alfreð Finnbogason er efstur á óskalista Neil Lennon til að leysa af Gary Hooper sem Celtic seldi til Norwich í sumar. Alfreð hefur verið óstöðvandi fyrir framan markið hjá Heerenveen og hafa mörg lið verið orðuð við framherjann.

Samkvæmt The Herald í Skotlandi vilja Heerenveen fá 3.5 milljónir punda fyrir Alfreð sem gekk til liðs við hollenska liðið fyrir ári. Alfreð sló í gegn á síðasta tímabili og virðist ekki ætla að hætta að skora en hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins.

Lennon telur þörf á að fá annan framherja inn fyrir umspilsleik Celtic gegn Sahkter Kargandy í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Til þess að vera löglegur í það einvígi þurfa Skotarnir að hafa hraðar hendur á því þeir verða að skila inn leikmannalista klukkan 23.00 á morgun.

Lennon hefur skoðað aðra möguleika og er talið að Kevin Doyle sé til vara ef ekki tekst að klófesta Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×