Fótbolti

Hreint ótrúlegt mark hjá leikmanni Steaua Búkarest

Stefán Árni Pálsson skrifar
Iasmin Latovlevici, leikmaður Steaua Búkarest, skoraði án efa ótrúlegasta mark helgarinnar í Evrópu en leikmaðurinn þrumaði boltanum viðstöðulaust upp í samskeytin af löngu færi, alveg óverjandi fyrir markvörðinn.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Steaua Búkarest á Dinamo Búkarest í Rúmeníu en markið var það fyrsta í leiknum.

Hér að ofan má sjá þetta magnaða mark, það verður erfitt að toppa það á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×