Fótbolti

Aron með mark á 65 mínútna fresti í búningi AZ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Aron Jóhannsson skoraði eitt marka AZ Alkmaar í 2-1 sigur á RKC Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Hann hefur þar með skorað í öllum fjórum leikjum liðsins á tímabilinu, þrjú mörk í þremur deildarleikjum og 1 mark í hollensku meistarakeppninni. Aron hefur einnig lagt upp tvö mörk fyrir félaga sína í þessum leikjum.

Aron skoraði þrjú mörk í fim fyrstu deildarleikjum sínum með AZ í lok síðasta tímabils og það þrátt fyrir að vera aldrei í byrjunarliðinu. Aron hefur þar með skorað 6 mörk í 8 fyrstu deildarleikjum sínum í Hollandi.

Aron hefur reyndar aðeins spilað í 390 mínútur í búningi AZ Alkmaar og er því búinn að skora á 65 mínútna fresti sem er ótrúleg tölfræði hjá þessum beinskeytta sóknarmanni.

Síðasta tímabilið sitt í dönsku deildinni skoraði hann 14 mörk á 1208 mínútum með AGF sem gerir mark á 86 mínútna fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×