Fótbolti

Gunnar Heiðar klikkaði á víti en lagði svo upp sigurmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lætur hér finna fyrir sér í landsleik.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lætur hér finna fyrir sér í landsleik. Mynd/AFP
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar hans í Konyaspor unnu magnaðan endurkomu sigur í fyrstu umferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar. Konyaspor var 0-2 undir á móti Fenerbahce þegar aðeins fimmtán mínútur voru til leiksloka en vann 3-2.

Gunnar Heiðar átti möguleika á því að minnka muninn í 1-2 á 73. mínútu en klikkaði þá á vítaspyrnu. Vítaklúðrið virtist þó kveikja í hans mönnum sem skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum og tryggðu sér sigur.

Gunnar Heiðar lagði upp sigurmarkið fyrir Recep Aydin á 87. mínútu en hin mörk liðsins skoruðu þeir Tomas Borek og Ali Camdali. Gunnar Heiðar spilaði allan leikinn.

Fenerbahce komst í 0-2 á fyrstu 27 mínútum leiksins með mörkum Joseph Yobo og Emre Belözoglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×