Íslenski boltinn

Meistaraflokkur landaði makríl

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þeir David James og Hermann Hreiðarsson voru mættir klukkan 6 í morgun.
Þeir David James og Hermann Hreiðarsson voru mættir klukkan 6 í morgun. mynd/óskar p. friðriksson
Leikmenn meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu karla mættu klukkan 6 í morgun að uppsjávarskipinu Huginn VE og lönduðu makríl. Skipið kom inn með fullfermi af frystum makríl sem David James og félagar, ásamt þjálfaranum Hermanni Hreiðarssyni, röðuðu á bretti og hífðu upp úr lestinni.

Alls tóku um tuttugu leikmenn þátt og er tilefnið söfnun þeirra fyrir skemmtiferð að tímabilinu loknu. Að sögn Vals Smára Heimissonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar ÍBV, var stemningin góð og menn voru enn að þegar fréttastofa hafði samband í kvöld.

„Við höfum gert þetta áður fyrir æfingaferð,“ segir Valur Smári og bætir því við að leikmennirnir hafi náð að safna fyrir ferðinni með tveimur löndunum. Þá var sprellað með þá staðreynd að þegar félagarnir Hermann Hreiðarsson og David James voru upp á sitt besta hafi þeir verið metnir á talsvert meira en söluverðmæti aflans sem landað var.

Leikmennirnir létu kuldann í lestinni ekki slá sig út af laginu.mynd/óskar p. friðriksson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×