Íslenski boltinn

Ætti að láta Ásgeir Börk byrja inn á þrátt fyrir meiðsli?

Ólafur Haukur Tómasson skrifar
Mynd/Daníel
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var léttur í samtali við blaðamann Vísis eftir 2-2 jafntefli gegn Þór norðan heiða í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Ásgeir Börkur Ásgeirss, miðjumaður Fylkis, gat ekki spilað í kvöld vegna meiðsla. Fylkismenn höfðu unnið fjóra leik í röð eftir heimkomu Barkar. En getur Fylkir ekki unnið án hans?

„Í síðasta leik þá byrjaði hann þó hann hafi farið útaf eftir tíu mínútur og þá náðum við samt að klára hann þó hann hafi ekki verið inn á þá. Það er kannski „trick-ið" á meðan hann er meiddur að láta hann byrja inn á og taka hann svo útaf."

Ásgeir fór meiddur út af í síðasta leik, er langt í hann?

„Nei, nei. Það er ekki langt í hann," bætti Ásmundur við.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir að norðan má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×