Fótbolti

„Hún er eiginkona mín“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skjáskot
BBC sjónvarpsstöðin fylgdist með stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumóti kvennalandsliða í Svíþjóð í sumar.

Í skemmtilegu innslagi er tekinn púlsinn á stuðningsmönnum Íslands á meðan á fyrsta leiknum gegn Noregi stendur. Rifjuð er upp sú staðreynd að Ísland hafi farið heim með skottið á milli lappanna á Evrópumótinu 2009 en stuðningsmennirnir hafi þó verið þeir bestu í Finnlandi.

Fjórum árum síðar eru stuðningsmennirnir mættir aftur til leiks. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, eiginmaður Katrínar Jónsdóttur landsliðsfyrirliða, er meðal viðmælanda BBC. Þegar hann er beðinn um að nefna leikmann sem sé vissara að fylgjast vel með segir hann:

„Kannski fyrirliðanum. Katrínu Jónsdóttur," segir Þorvaldur. Spyrillinn gengur á Þorvald og spyr hvort hann þekki hana vel og Þorvaldur svarar að bragði:

„Já, hún er eiginkonan mín."

Innslagið, sem er stórskemmtilegt, má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×