Fótbolti

Drogba sá um Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray bar sigur úr býtum gegn Arsenal, 2-1, í æfingaleik.

Theo Walcott kom Arsenal yfir þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum.

Didier Drogba jafnaði síðan metin úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum og skoraði hann síðan sigurmarkið tveim mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×