Fótbolti

FCK án stiga á botni dönsku deildarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik Gíslason í leik með FCK.
Rúrik Gíslason í leik með FCK.
Dönsku meistararnir í FC Köbenhavn byrja tímabilið skelfilega í dönsku deildinni en liðið tapaði í dag gegn Randers, 3-1, og hefur liðið tapað fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu.

Íslendingurinn Theódór Elmar Bjarnason lék allan tímann fyrir Randers í dag en liðið hefur fimm stig í deildinni eftir þrjár umferðir.

Rúrik Gíslason, leikmaður FCK, var tekinn af velli sex mínútum fyrir leikslok en Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir FCK.

Liðið er í neðsta sæti deildarinnar með ekkert stig, hreint ótrúleg byrjun fyrir meistarana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×