Fótbolti

Telur hommana ekki þola pressuna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gertjan Verbeek stýrði AZ til bikarmeistaratitils á síðustu leiktíð.
Gertjan Verbeek stýrði AZ til bikarmeistaratitils á síðustu leiktíð. Nordicphotos/Getty
Gertjan Verbeek, þjálfari AZ Alkmaar, hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín um samkynhneigða.

Forsaga málsins er sú að fyrrum framherjinn og nú sjónvarpsmaður René van der Gijp sagði knattspyrnu ekki íþrótt fyrir samkynhneigða.

Forvarsmenn Knattspyrnusambands Hollands sögðu ummælin út í hött en sambandið hefur verið í samvinnu við Gay Pride hátíðina í Hollandi. Þar með var málinu ekki lokið.

Verbeek, sem er þjálfari Arons Jóhannssonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá AZ, var spurður út í sína skoðun á málinu í viðtali á Radio 1.

„Í þau þrjátíu ár sem ég hef verið viðloðandi atvinnumennsku í fótbolta hef ég aðeins orðið var við örfáa samkynhneigða. Þrátt fyrir það er mikill skilningur í búningsherbergjum þar sem leikmenn eru af hinum og þessum kynþáttum."

Verbeek segist aðeins geta giskað á hvers vegna svo fáir atvinnumenn í knattspyrnu hafi komið út úr skápnum.

„Ef þú skoðar hversu mikil andleg pressa og álag er á fremstu íþróttamönnum heimsins þá er það ekki fyrir hvern sem er," segir Verbeek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×