Fótbolti

PSG tapaði stigum í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maxwell fagnar marki sínu.
Maxwell fagnar marki sínu. Mynd/AFP
Montpellier og Paris Saint-Germain gerðu 1-1 jafntefli í opnunarleik frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en það dugði ekki Parísar-mönnum að leika manni fleiri síðustu 18 mínútur leiksins.

Laurent Blanc, nýr stjóri Paris Saint-Germain, fékk að eyða meira en hundrað milljónum evra í leikmenn í sumar en liðið vann frönsku deildina með tólf stigum á síðustu leiktíð.

Edinson Cavani var dýrasti leikmaðurinn sem PSG keypti í sumar en hann var bara varamaður í sínum fyrsta deildarleik með liðinu. Hann kom ekki inn á fyrr en PGS var orðið ellefu á móti tíu inn á vellinum.

PSG lenti undir strax á 10. mínútu leiksins en varnarmaðurinn Maxwell tryggði liðinu jafntefli eftir stoðsendingu frá Svíanum Zlatan Ibrahimovic.

Marokkómaðurinn Abdelhamid El Kaoutari fékk sitt annað gula spjald á 72. mínútu og varð að yfirgefa völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×