Enski boltinn

United bauð aftur í Fabregas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Moyes á blaðamannafundinum í nótt.
Moyes á blaðamannafundinum í nótt. Mynd/AP
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í Japan í nótt að félagði hefði lagt fram nýtt tilboð í Cesc Fabregas, leikmann Barcelona.

Barcelona hafnaði fyrsta tilboði United á dögunum en samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla er nýja tilboðið upp á 30 milljónir punda (5,6 milljarða króna) en fyrra tilboð félagsins var um 26 milljónir punda (4,8 milljarðar).

„Ed [Woodward, framkvæmdarstjóri United] fékk viðbrögð við fyrsta tilboðinu og við höfum lagt fram annað tilboð. En Ed er með þetta mál á sinnu könnu, ekki ég.“

Ólíklegt er að Barcelona sé reiðubúið að taka tilboðum í leikmenn eins og er þar sem að ekki hefur verið tilkynnt hver muni þjálfa liðið nú þegar að Tito Vilanova er hættur.

„Þegar maður hefur áhuga á góðum leikmönnum vill maður láta reyna á að kaupa þá. Ég vona að þetta mál endi vel en Ed Woodward hefur lagt mikið á sig til þess. Við verðum bara að vona það besta,“ bætti Moyes við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×