Enski boltinn

United gerði risatilboð í Fabregas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United hafi lagt fram tilboð í Börsunginn Cesc Fabregas upp á 30 milljónir evra, eða 4,8 milljarða króna.

Fabregas þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni enda lék hann í átta ár með Arsenal. Hann er þó uppalinn hjá Barcelona hefur ítrekað sagt að hann hafi engan áhuga á að fara frá félaginu.

David Moyes, stjóri United, er þó á höttunum eftir skapandi miðjumanni nú þegar að Paul Scholes hefur lagt skóna á hilluna. Enskir fjölmiðlar fullyrða að Arsenal eigi forkaupsrétt á Fabregas sem kom til Barcelona fyrir tveimur árum síðan.

Fyrir ári síðan keypti United Robin van Persie frá Arsenal en hann tók við fyrirliðabandinu þar af Fabregas á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×